Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2008

GRAL

GRAL

 

  • Ţann 21. nóvember áriđ 2007 stofnuđu grindvískir atvinnuleikarar formlega til félagsskaparins GRAL.
  • GRAL er skammstöfun á GRindvískir AtvinnuLeikarar.
  • Meginmarkmiđ félagsins er ađ taka ţátt í ţjóđfélagsumrćđum, hafa áhrif á listalíf í landinu (og ţá helst í Grindavík) og álykta í hinum ýmsu málum á opinberum vettvangi ásamt ţví ađ gera grindvískum ungmennum auđveldara ađ feta veg listarinnar sé ţađ mögulegt.
  • Félagatal:  Bergur Ţór Ingólfsson og Víđir Guđmundsson enda ekki um fleiri grindvískra atvinnuleikara ađ rćđa.
  • Eitt af háleitum markmiđum félagsins er ađ fjölga til muna í félaginu á komandi árum og skal grindvísk menning vega jafnhátt og sjávarútgerđ í Grindavík innan tveggja áratuga - allavega í huga almennings í landinu.  Fjölgunin mun ţó frekar miđast viđ gćđi en magn ţótt stundum megi magn teljast gćđi.

 

  • Á ţessum rúmu tveimur lífmánuđum félagsins hafa háleitar hugsjónir ţess gildnađ, ţroskast og blásiđ út.
  • Til ţess ađ ná markmiđum sínum hyggjast félagsmenn nú stofna FYRSTA ATVINNULEIKHÚSIĐ Í GRINDAVÍK og skal ţađ bera sama nafn og félagiđ:  GRAL  (eđa GRINDVÍSKA ATVINNULEIKHÚSIĐ).

 

            MARKMIĐ:

  •  
    1. GRAL skal setja upp leiksýningar í Grindavík sem standast ţćr bestu gćđakröfur sem gerđar eru til atvinnuleikhúss í landinu.
    2. GRAL skilgreinir sig sem grindvískt menningarfélag og skal ţessvegna leitast viđ ađ efla grindvíska menningu međ ýmsum hćtti.
    3. GRAL skal tileggja áherslu á ađ setja upp leiksýningar sem tengjast grindvískri sögu og/eđa menningu.
    4. GRAL skal setja a.m.k. upp eina leiksýningu á ári nćstu fjögur árin og fleiri ef efni standa til.
    5. GRAL skal leitast viđ ađ ráđa til starfa grindvíska listamenn sem og tćknifólk.
    6. GRAL skal hvetja grindvíska listamenn til dáđa.
    7. GRAL skal efla og kynna grindvíska menningu á lands- og jafnvel heimsvísu eins djarflega og ađstćđur leyfa.
    8. GRAL skal miđla ţekkingu sinni til áhugaleikhúss í bćjarfélaginu eins og kostur er.
    9. Til ţess ađ framangreind atriđi nái fram ađ ganga verđur ađ taka tillit til ţess ađ Grindavík er hluti af Íslandi, sem er síđan hluti af umheiminum og til ţess ađ einangrast ekki er félaginu leyfilegt ađ fá til sín utanađkomandi ţekkingu ef ţurfa ţykir og skulu ferskir menningarvindar allstađar ađ fá ađ blása óáreittir um starfsemi félagsins.  GRAL er ţví hvorki átthagafélag né ţjóđernishreyfing.
    10. GRAL mun leytast viđ ađ fá gestasýningar frá öđrum atvinnuleikhúsum til bćjarins til ađ stuđla ađ fjölbreytni í menningarflórunni.
    11. Ţótt leikhús sé ekki steinsteypa stefnir GRAL ađ ţví ađ vera komiđ međ fast húsnćđi fyrir haustiđ 2012.

            MANIFESTO

1.      Jafnrétti, frelsi, brćđralag.

2.      Listin er óháđ hverskyns trúarhópum, stjórnmálaskođunum, félagasamtökum eđa stofnunum.  Hún er spegill á mannlífiđ og tekur ţá afstöđu sem henni býđur hverju sinni.

3.      Enginn mađur er ćđri andanum.

4.      Kćrleikurinn er afl.

5.      Til ađ manneskjan ţrífist ţarf hún á sögum ađ halda til jafns viđ mat og drykk.

 

            VERKEFNASKRÁ

                        2008 - Séra Oddur

  • Séra Oddur V. Gíslason sóknarprestur í Grindavík átti erfiđa og oft skrautlega ćvi. Má nefna ađ hann ţurfti ađ nema burt stúlkuna sem hann elskađi til ađ geta kvćnst henni ásamt ţví ađ hann var forvígismađur um slysa- og sjóvarnir á Íslandi. Ţá átti hann í höggi viđ stórkaupmenn í Grindavík vegna áfengislaga en átti sjálfur viđ áfengisvandamál ađ stríđa. Epísk ćvisaga merkilegs manns.
  • Höfundur og leikstjóri: Bergur Ţór Ingólfsson.
  • Leikari: Víđir Guđmundsson.
  • Sýnt á lofti Flagghússins í Grindavík.
  • Var áđur sýnt í Grindavíkurkirkju áriđ 2000 međ tveimur áhugaleikurum og var annar ţeirra Víđir Guđmundsson.
  • Verkiđ ţarfnast yfirlegu og bóta.

 

                        2009 - Kaldalóns

  • Sigvaldi Kaldalóns hérađslćknir bjó í Gindavík um tíma og hafđi víđtćk áhrif á menningarlíf ţar. Hjá honum gistu margir af helstu listamönnum ţjóđarinnar á ţeim tíma s.s. Steinn Steinarr, Halldór Laxness og Gunnlaugur Scheving svo fáeinir séu nefndir. Ţađ má ţví gera sér í hugarlund lífiđ í húsi lćknisins ásamt ţví ađ ţurfa ađ takast á viđ heilsufar hjá fátćkri ţjóđ. Söngur, gleđi og drama - allt í senn.
  • Óskrifađ verk.
  • Viđrćđur viđ Ólaf Hauk Símonarson rithöfund um ađ skrifa verkiđ eru hafnar og hefur hann sýnt efninu mikinn áhuga.

 

                        2010 - Guđbergur

  • Guđbergur Bergsson, einn helsti samtímarithöfundur Íslands, ólst upp í Grindavík og hafa bćkur hans gjarnan fjallađ um grindvískan veruleika auk ţess sem skáldćvisaga hans (tvćr bćkur: Fađir og móđir og dulmagn bernskunnar og Eins og steinninn sem hafiđ fágar) fjallar um hans eigin uppvöxt og ćvi.
  • Draumurinn er ađ fá Guđberg til ađ skrifa nýtt leikrit um grindvískan veruleika eins og hann birtist honum en ef ţađ er ekki gerlegt er hvađa skáldverk Guđbergs sem er tćkt til flutnings í grindvísku atvinnuleikhúsi.

 

                        2011 - Járngerđur og Ţórkatla

  • Barnaleikrit sem fjallar um skessurnar Járngerđi og Ţórkötlu sem hverfin tvö í Grindavík eru nefnd eftir. Í einn pott eru sett örnefni og ţjóđsögur frá Grindavík. Ţorbjörn og Hafur-Björn koma viđ sögu ásamt ruplandi Tyrkjum og hinum ćgilega Ćgi á Sandi sem er bćđi örlátur og grimmur.
  • Óskrifađ verk.

 

            FRAMKVĆMD

  • Nú ţegar hefur GRAL gert munnlegt samkomulag viđ Erling Einarsson sem stendur ađ uppgerđ Flagghússins á Járngerđarstöđum um sýningar á loftinu ţar haustiđ 2008.
  • Bćjarfulltrúar Grindavíkurbćjar hafa lofađ framtakiđ og eru tilbúnir ađ veita verkefninu brautargengi.
  • Markađs- og ferđamálafulltrúi Grindavíkurbćjar, Óskar Sćvarsson, styđur verkefniđ og er tilbúinn ađ veita í ţađ fé úr ţeim sjóđum sem hann hefur yfir ađ ráđa ásamt kynningu og annars sem verkefniđ ţarf á ađ halda.

 

            ÁHRIF

  • Leikhúsiđ mun draga ađ sér áhorfendur úr öđrum byggđarlögum. Sérstaklega skal nefna Séra Odd sem á erindi viđ allar Slysavarnadeildir á landinu nú á afmćlisári.
  • Störf innan leikhússins munu ekki vera mörg til ađ byrja međ en búast má viđ ađ a.m.k. tíu ný störf muni skapast um hverja sýningu.
  • Margföldunaráhrif í verslun og ţjónustu eru umtalsverđ.
  • Ţekkingarmiđlun á sviđi lista mun verđa mikil og áhrifin langvarandi.

 


GRAL

GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
GRAL er fyrsta atvinnuleikhús Grindavíkur. um þessar mundir er unnið að uppsetningu á næsta leikverki sem heitir Horn á höfði og verður frumsýnt í september
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband