Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
27.10.2008 | 15:09
MIÐASALA HAFIN
Einleikur um epíska ævi Séra Odds V. Gíslasonar
Á seinni hluta nítjándu aldar, þegar stór hluti þjóðarinnar bjó enn í torfkofum og sjómenn réru á opnum bátum var prestur suður í Staðarsókn í Grindavík sem ekki gat sætt sig við að Íslendingar stæðu utan við þá iðnbyltingu sem hafði átt sér stað í Evrópu. Það var Séra Oddur V. Gíslason.
21 MANNS SAKNAÐ segir frá Séra Oddi og þeim framúrstefnulegum verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur: lýsisbræðslu á Höfnum, brennisteinsnámuvinnslu í Krýsuvík, kolanámuvinnu við Hreðavatn, baráttunni við fátæktina og bakkus. Hann var maðurinn sem lagði grunninn að slysavörnum á Íslandi, kom út fyrstu kennslubók í ensku fyrir Íslendinga og þá stóð hann fyrir einu frægasta brúðarráni á Íslandi ... en aldrei hélst honum á peningum.
Maðurinn sem barðist við að bjarga heiminum allt sitt líf.
Víðir Guðmundsson fer með hlutverk Séra Odds í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar.
Sýnt í Saltfisksetrinu Grindavík.
Bláa Lónið býður áhorfendum 2 fyrir 1 tilboð í Lónið á sýningardegi gegn framvísun miða.
Miðasala:
Miðasala er í Saltfisksetrinu í síma 4201190.
Miðasala er opin miðvikudag til sunnudags frá kl: 11.00 til 18.00 og á www.midi.is
Lau. 15. nóv. - Frumsýning - uppselt
Sun. 16. nóv. kl. 20.00
Mið. 19. nóv. - kl. 11.00 - uppselt
Fim. 20. nóv. - kl. 11.00 - uppselt
Fös. 21. nóv. - kl. 20.00
Lau. 22. nóv .- kl. 20.00
Sun. 23. nóv .- kl. 20.00
Mið. 26. nóv. - kl.11.00 - uppselt
Fim. 27. nóv - kl. 11.00 - uppselt
Fös. 28. nóv. - kl. 20.00
Lau. 29. nóv. - kl. 20.00
Sun. 30. nóv. - kl. 20.00
Fös. 5. des - kl. 20.00
Lau. 6. des. - kl. 20.00
Sun. 7. des - kl. 20.00
Miðaverð:
Almennt verð kr. 2600.-
Nemar og ellilífeyrisþegar kr.1500.-
Hópatilboð:
Yfir 20 manns: 2200.-
Yfir 40 manns: 2000.-
Upplýsingar:
e- mail: grindviska.gral@gmail.com
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Mínir tenglar
- Salthúsið Veitingastaður
- Miði.is Miðasala á netinu
- Saltfisksetur Miðasala í síma 4201190 opin mið.-sun. frá 11.00-18.00
- Grindavíkurbær
- Bláa Lónið