Leita í fréttum mbl.is

SÝNINGAR Á AKUREYRI UM PÁSKANA!!!

Barna- og fjölskylduleikritið

Horn á höfði

á Akureyri um páskana!!

Tónlist eftir Villa Naglbít

Miðasala er í fullum gangi á fjölskylduleikritið Horn á höfði eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund S. Brynjólfsson. Verkið var frumsýnt sl. haust í Grindavík við frábærar undirtektir. Áhorfendur og gagnrýnendur voru sammála um að þetta væri eitt skemmtilegasta barnaleikrit ársins. Tónlistin er eftir Akureyringinn Villa Naglbít og eiga lögin úr sýningunni vonandi eftir að hljóma hátt í skíðabrekkunum fyrir norðan um páskana.

Sýningar verða í Rýminu og verið sett upp í samstarfi við Leikfélag Akureyrar.

Verkið fjallar um tvo vini, Björn og Jórunni. Björn litli vaknar einn morguninn með horn á höfðinu. Hann fær Jórunni vinkonu sína til að hjálpa sér að komast að ástæðunni. Í leit sinni að sannleikanum renna þau inn í æsilega atburðarrás á mörkum ævintýris og veruleika og læra hversu mikils virði vináttan er.

Horn á höfði er stórkostleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna - frá 3ja ára og uppúr.

Sýningardagar um páskana eru:

Miðvikudaginn 31. mars kl. 16.00

Fimmtudaginn 1. apríl kl. 14.00

Fimmtudaginn 1. apríl kl. 16.00

Laugardaginn 3. apríl kl. 14.00

Laugardaginn 3. apríl kl. 16.00

Miðaverð kr. 2500

Fjölskyldutilboð: þú kaupir 4 miða og færð 1 frían!!

Miðasala á www.leikfelag.is midasala@leikfelag.is og í síma: 4600 200

Leikarar eru Víðir Guðmundsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Tinna Lind Gunnarsdóttir.

Gagnrýni Horn á höfði:

Salurinn veltist um af hlátri. Gaman !!!!

E.B. Fréttablaðið

Horn á höfði er ein besta barnasýning sl. árs...

Signý Gunnarsdóttir MBL
---------


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

GRAL

GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
GRAL er fyrsta atvinnuleikhús Grindavíkur. um þessar mundir er unnið að uppsetningu á næsta leikverki sem heitir Horn á höfði og verður frumsýnt í september
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband